Enski boltinn

Roy Keane náði athygli leikmanna með karatetilþrifum

Roy Keane hefur staðið sig vel í stjórastarfinu hjá Sunderland
Roy Keane hefur staðið sig vel í stjórastarfinu hjá Sunderland NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Darren Ward hjá Sunderland segir að knattspyrnustjórinn Roy Keane geri lítið af því að öskra á leikmenn sína til að ná athygli þeirra, en segir að komið hafi til þess að Keane hafi tekið karatespörk í leiktöfluna til að undirstrika mál sitt. Sunderland á góða möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni.

"Hann hefur ekki verið að öskra mikið eða skammast, en taflan sem hann notar til að útskýra leikaðferðir hefur fengið einstaka karatespark - það er allt og sumt. Stjórinn er annars frekar dagfarsprúður náungi og hann hefur verið í bransanum nógu lengi til að vita hvernig leikmenn bregðast við framkomu stjórans," sagði Ward. Sunderland mætir Burnley á morgun í lykilslag í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×