Erlent

Bush dansar í þágu baráttunnar við malaríu

George Bush Bandaríkjaforseti brá á leik í gær til þess að vekja athygli á baráttunni við malaríu í heiminum. Boðað var til blaðamannafundar á túninu fyrir utan Hvíta húsið til þess að vekja athygli á svokölluðum Malaríudegi en hann var haldinn í fyrsta sinn í gær.

Með Bush á sviðinu voru afrískir tónlistarmenn og tók Bush nokkur létt spor í takt við tónlistina og barði á trumbur tónlistarmannanna. Bush segir að eitt helsta verkefni alþjóðasamfélagsins sé að vinna bug á malaríu en malaríutilvikum í heiminum hefur fjölgað í hátt í 500 milljónir á ári á síðustu þremur áratugum.

Malaría er víða landlæg í Afríku og má rekja fölgun tilfella þar meðal annars til fátæktar og slaks heilbrigðiskerfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×