Erlent

Fréttamenn hjá Danmarks Radio mótmæla sparnaði

MYND/Pjetur

Starfsmenn á fréttastofu danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, lögðu í dag niður vinnu fram til miðnættis til þess að mótmæla þeim mikla sparnaði sem boðaður hefur verið hjá stofnuninni.

Forsvarsmenn DR kynntu í gær sparnaðaráætlanir sem grípa varð til til þess að minnka rekstarhalla stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir þriggja milljarða króna sparnaði á næsta ári sem þýðir að 300 manns verður sagt upp, þar af 200 fréttamönnum.

Einna harðast úti varð íþróttadeildin en þar var tveimur af hverjum þremur starfsmönnum sagt upp. Þá verður hætt við að sýna frá Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári og HM í knattspyrnu árið 2010 ásamt Tour de France svo fátt eitt sé nefnt.

Þá verður fjöldamörgum tæknimönnum sagt upp og óttast fréttamenn að vandræði verði með útsendingar í kjölfarið. Starfsmenn DR segja sparnaðaráætlanirnar tilkomnar vegna mistaka yfirmanna og stjórnmálamanna en grípa þufti til þeirra vegna þess að bygging nýrra höfuðstöðva á Amager fór langt fram úr áætlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×