Erlent

Myrtu yfir 70 manns á olíuvinnslusvæði í Eþíópíu

Uppreisnarmenn í Eþíópíu myrtu í dag að minnsta kosti 74 menn í árás á olíuvinnslusvæði nærri landamærum Sómalíu. 65 þeirra voru Eþíópíumenn en níu kínverskir verkamenn. Þá voru sjö Kínverjar teknir í gíslingu í árásinni.

Aðskilnaðarhópurinn Frelsishreyfing Ogaden (ONLF) lýsti yfir ábyrgð á árásinni en hann berst fyrir sjálfstæði sómalska hluta Eþíópíu sem nefnist Ogaden.

Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, lýsti árásinni sem fjöldamorði og að yfirvöld myndu hafa hendur í hári árásarmannanna. Talsmaður ONLF í Lundúnum sagði í samtali við BBC að árásin hefði verið gerð til að mótmæla því að eþíópíski herinn hefði rekið ættbálka í Ogaden af þeim svæðum sem búfénaður þeirra hefði verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×