Erlent

Fórnarlambanna í Virgina Tech minnst í skólanum í dag

MYND/AP

Nemendur og kennarar við Virgina Tech háskólann minntust í dag þeirra 33 sem létust í skotárás í skólanum fyrir viku. Lítill hópur kom saman um klukkan sjö í morgun við heimavistina þar sem Cho Seung-hui lét fyrst til skarar skríða og drap tvo.

Rúmum tveimur tímum síðar komu fjölmargir nemendur saman þar sem einnar mínútu þögn var til minningar um hina látnu. Mínútu síðar hringdi bjallan á aðalskrifstofubyggingu skólans 32. sinnum, það er einu sinni fyrir hvert fórnarlamb Chos,. Í kjölfarið var 33 hvítum blöðrum sleppt upp í loft til minningar um fólkið og á eftir þeim komu um þúsund blöðrur í einkennislitum skólans.

Fjölmargir nemendur sneru aftur í tíma í dag eftir að hafa yfirgefið háskólann vegna harmleiksins í síðustu viku. Háskólayfirvöld höfðu gefið nemendum færi á að fá önnina metna út frá þeim árangri sem þeir höfðu náð fyrir atburðinn í síðustu viku en svo virðist sem flestir hafi kosið að snúa aftur og takast á við námið. '

Bað nemendafélag skólans fjölmiðla um að virða einkalíf stúdenta og hafa sig sem minnst í frammi á háskólasvæðinu til þess að nemendur hefðu færi á að jafna sig á atburðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×