Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum 23. apríl 2007 19:30 Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi. Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi.
Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira