Enski boltinn

Eggert trúir enn

NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon segist enn ekki vera búinn að missa trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni þó útlitið sé orðið mjög dökkt í fallbaráttunni. West Ham hefur tapað tveimur leikjum í röð og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið enn fimm stigum frá fallsvæðinu.

"Ég hef enn trú á því að við getum bjargað okkur. Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari, en ég viðurkenni að staða okkar er að verða alvarleg," sagði Eggert og lýsti yfir stuðningi við Alan Curbishley.

"Ég hef verið ánægður með störf hans og ég sé batamerki á liðinu síðan hann tók við. Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum gegn Chelsea og ef við hefðum haldið dampi í þeim síðari hefðum við geta náð einhverju út úr leiknum. Þetta eru allt góðir leikmenn og ég hef trú á þeim," sagði Eggert í samtali við Sky sjónvarpsstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×