Enski boltinn

Helmingslíkur á að Owen mæti Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, metur stöðuna þannig að um helmingslíkur séu á því að Michael Owen snúi til baka úr meiðslum og komi við sögu í leik liðsins gegn Chelsea á sunnudaginn. Owen hefur ekki spilað leik í 10 mánuði vegna hnémeiðsla, en á þar að auki við smávægileg nárameiðsli að stríða.

"Við verðum að fara varlega og ég er í augnablikinu ekkert farinn að ræða við hann um hvort hann treystir sér til að spila gegn Chelsea. Hann er slæmur í náranum núna og við munum ekki láta hann spila nema hann sé í toppformi. Meiðsli hans nú eru bara afleiðing þess að það er svon langt síðan hann hefur spilað - það jafnar sig. Það má vel vera að hann spili ekkert fyrr en gegn Reading," sagði Roeder, en sá leikur er ekki fyrr en annan mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×