Erlent

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásina?

Verið að bera særða út úr Virginia Tech Háskólanum í dag.
Verið að bera særða út úr Virginia Tech Háskólanum í dag.

Vangaveltur eru um það hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásirnar í Virginia Tech í Bandaríkjunum í gær. Cho Seung- Hui fór á geðspítala fyrir um tveimur árum síðan eftir að nokkrir kvennemendur innan skólans kvörtuðu undan honum. Einnig hafði prófessor innan skólans kvartað undan honum, en ekkert var aðhafst.

Herbergisfélagi Cho segist ekkert hafa þekkt hann þó þeir deildu herbergi saman. "Hann lítur aldrei í augun á fólki" segir hann "Cho er einfari og er mjög lokaður maður". Sálfræðingurinn Cheryl Kaiser segir að merki sem þessi eigi aldrei að lýta framhjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×