Enski boltinn

Coleman: Áfall að vera rekinn frá Fulham

NordicPhotos/GettyImages

Chris Coleman segir að það hafi verið sér mikið áfall þegar hann var rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham á dögunum. Hann hafði verið hjá félaginu í áratug, fyrst sem leikmaður, þá þjálfari og loks knattspyrnustjóri. Hann segist ekki vera gramur út í sína fyrrum félaga og vonar að þeir sleppi við fall.

"Það var gríðarlegt áfall að vera rekinn og ég bjóst satt best að segja alls ekki við því. Það er erfitt að fara frá félagi eftir tíu ára starf sem leikmaður, þjálfari og knattspyrnustjóri, en þeir þurftu að taka sínar ákvarðanir og ég ber engan kala til þeirra. Ég vona að liðinu gangi vel og sleppi við fall - ég þekki þessa stráka og þeir munu standa sig," sagði sá velski, sem ætlar að halda áfram í boltanum.

"Ég ætla að taka mér góða hvíld núna og eyða tíma með fjölskyldunni. Þá fæ ég góðan tíma til að hlaða rafhlöðurnar en ég verð fljótlega tilbúinn að fara í slaginn á ný eftir smá hvíld," sagði Coleman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×