Erlent

Meinað inngöngu í stjórnlagadómstól Úkraínu

Þúsundir andstæðinga Viktors Janúkovits, forsætisráðherra Úkraínu, slógu í morgun skjaldborg um stjórnlagadómstól landsins og komu í veg fyrir að nokkur kæmist inn í húsið.

Seinkun varð því á öðrum degi réttarhalda um lögmæti ákvörðunar forseta landsins að leysa upp þingið. Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, ákvað að leysa upp þingið og boða til kosninga í maílok. Bandamenn Janúkovits krefjast þess að stjórnlagadómstóll ógildi ákvörðunina og þingmenn úr hans röðum hafa neitað að leggja niður störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×