Enski boltinn

Forysta United komin í sex stig á ný

Wayne Rooney skoraði síðara mark United í kvöld
Wayne Rooney skoraði síðara mark United í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Manchester United náði sex stiga forystu á Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Sheffield United á heimavelli. Michael Carrick kom heimamönnum yfir eftir þrjár mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Cristiano Ronaldo í netið og Wayne Rooney gerði út um leikinn með laglegu marki í upphafi síðari hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×