Enski boltinn

Benitez neitaði risatilboði frá Real Madrid

Benitez hafnaði vænri fúlgu til að snúa aftur á heimastöðvarnar
Benitez hafnaði vænri fúlgu til að snúa aftur á heimastöðvarnar NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er sagður hafa neitað risatilboði Real Madrid í heimalandi hans um að flytja heim og gerast þjálfari liðsins. Benitez heldur því fram að hann og fjölskylda hans séu ánægði í Liverpool og það hafi úrslitaþýðingu - ekki háar peningaupphæðir.

"Ég sagði nei við Real þó þeir hafi boðið mér hærri laun en ég hef hér hjá Liverpool. Pressan hefði klárlega verið meiri hjá Real en hún er hér en mér og fjölskyldu minni líður vel í Liverpool. Madrid er heimaborg mín, en við erum að fara inn í nýja og spennandi tíma hér í Liverpool," sagði Benitez. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×