Enski boltinn

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Corinthians hefur hug á að fá Tevez aftur í sínar raðir
Corinthians hefur hug á að fá Tevez aftur í sínar raðir NordicPhotos/GettyImages

Daily Mirror segir að Manchester United muni reyna að fá norska landsliðsmanninn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn í sínar raðir í sumar. Blaðið segir að Pedersen sé með ákvæði í samningi sínum sem losar hann frá félaginu ef 8 milljón punda tilboð berst í hann.

Liverpool mun bjóða í ítalska landsliðsmanninn Vincenzo Iaguinta í sumar (Daily Mirror). Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur fengið grænt ljós á að eyða 15 milljónum punda í þá Curtis Davies hjá West Brom og Nigel Reo-Coker hjá West Ham (The Sun).

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, gerir ekki ráð fyrir að halda í varnarmanninn Jonathan Woodgate og framherjann Mark Viduka - þó hann vilji gjarnan halda í þá báða (Daily Mirror).

Manchester United, Arsenal og Liverpool eru nú öll í startholunum eftir að Marseille gaf það út að Franck Ribery væri hugsanlega til sölu í sumar (The Sun). Miðjumaðurinn Steve Sidwell hjá Reading mun semja við Newcastle í sumar (The Guardian).

Corinthians hefur áhuga á að fá Carlos Tevez hjá West Ham aftur í sínar raðir (Independent). Bolton hefur áhuga á að kaupa franska framherjann Andre-Pierre Gignac til að fylla skarð Nicolas Anelka ef hann fer frá félaginu (Independent).

Fulham er að reyna að fá landsliðsmanninn Lee Chun-Soo frá Suður-Kóreu að láni út leiktíðina með varanleg félagaskpti í huga (Daily Mirror).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×