Erlent

Knútur lasinn

MYND/AFP Nordic Photos

Hvítabjörnshúninum Knúti líður ekki sem best þessa dagana og var færður inn frá sýningarsvæði sínu í dýragarðinum í Berlín í gær. Allt lítur úr fyrir að Knútur litli hafa nælt sér í sýkingu en ungdýr eins og hann eru afar móttækileg fyrir slíku.

Hann er því kominn á sýklalyf meðan hann hvílir sig með teppi. Samkvæmt Andre Scuele dýralækni Berlínardýragarðsins er Knútur sprækur þrátt fyrir allt og borðar morgunmatinn sinn eins og ekkert hafi í skorist.

Knútur fæddist í Berlínardýragarðinum 5 desember sl. en var afneitað af móður sinni og alinn því upp af starfsmönnum dýragarðsins. Fljótlega fór athygli fjölmiðla að beinast að Knúti og síðan þá hafa þúsundir flykkst að garðinum til að berja húninn augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×