Enski boltinn

Skuggahliðar fótboltans (myndband)

Zinedine Zidane lauk keppni með eftirminnilegum hætti á HM í sumar þegar hann skallaði Ítalann Marco Materazzi í úrslitaleiknum. Þessi vafasömu tilþrif eru á meðal þess sem sjá má í myndbandinu
Zinedine Zidane lauk keppni með eftirminnilegum hætti á HM í sumar þegar hann skallaði Ítalann Marco Materazzi í úrslitaleiknum. Þessi vafasömu tilþrif eru á meðal þess sem sjá má í myndbandinu

Knattspyrnan er gjarnan nefnd hinn fallegi leikur en hann á sér sínar skuggahliðar eins og sést í myndbandinu sem fylgir þessari frétt. Bestu knattspyrnumenn heims sýna okkur frábær tilþrif á degi hverjum, en eiga það svo til að verða sér til skammar inn á milli eins og Zinedine Zidane þegar hann stimplaði sig út á HM í sumar.

Það eru ekki alltaf fagurfræðin sem ráða ferðinni á knattspyrnuvellinum þegar mikið er í húfi og oft þurfa dómarar að grípa til rauða spjaldsins þegar menn missa stjórn á sér. Eins og sjá má á myndbandinu - þurfa dómararnir sjálfir stundum að taka til fótanna. Smelltu hér til að sjá það besta - og það versta - sem vinsælasta íþróttagrein heimsins hefur upp á að bjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×