Enski boltinn

Terry dáist að Cristiano Ronaldo

Ronaldo hefur átt stórkostlegt tímabil með Manchester United í vetur. Svo gott að meira að segja helstu keppinautar liðsins eru farnir að hrósa honum í hástert
Ronaldo hefur átt stórkostlegt tímabil með Manchester United í vetur. Svo gott að meira að segja helstu keppinautar liðsins eru farnir að hrósa honum í hástert NordicPhotos/GettyImages

John Terry, fyrirliði Chelsea, segist ekki í nokkrum vafa um að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United verði kosinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum á Englandi síðar í þessum mánuði. Terry segist dást að hæfileikum Portúgalans á vellinum og tippar á að hann hafi betur gegn Didier Drogba í valinu.

"Ég dáist að því sem Ronaldo hefur gert í vetur í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni hann varð fyrir eftir að hann sló okkur Englendinga út á HM í sumar. Ég væri til í að fara á leik með Manchester United bara til að sjá hann spila. Hann gerir hluti með boltann sem þú sérð engan mann í heiminum gera í dag og ég held að hann sé besti knattspyrnumaður í heiminum í augnablikinu. Hann er oftar en ekki tvídekkaður af varnarmönnum því enginn ræður við hann einn á einn - en þá gefur hann boltann bara á Wayne Rooney sem hefur yfir svipuðum hæfileikum að ræða og hvað á maður þá að gera til að stöðva þá. Það er ekki hægt að tvídekka allt liðið," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×