Enski boltinn

Rio Ferdinand í ágætum málum

NordicPhotos/GettyImages
Í morgun kom í ljós að meiðsli varnarmannsins Rio Ferdinand hjá Manchester United eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Hann meiddist á nára í leiknum við Watford á laugardaginn og óttast var að hann yrði frá keppni út leiktíðina. Hann stefnir á að spila á ný næsta laugardag gegn Middlesbrough, en óvíst er hvort hann nær leiknum við Sheffield United annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×