Enski boltinn

Abramovich gaf Mourinho knús

NordicPhotos/GettyImages

Breskir fjölmiðlar veittu því mikla athygli í dag að Roman Abramovich eigandi og Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea, féllust í faðma eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins í gær. Því hefur verið haldið fram að samband þeirra félaga væri orðið ansi súrt, en Abramovich hefur látið sig vanta inn í búningsklefa hjá liðinu í vetur eins og undanfarin ár.

Mourinho hefur farið þess á leit við stjórn félagsins að hún gefi út yfirlýsingu varðandi framtíð sína hjá félaginu til að binda enda á vangaveltur sem verið hafa í fjölmiðlum síðustu vikur um hvort hann sé að fara frá Chelsea í sumar.

"Ég tek pressuna af leikmönnum mínum með því að tala við blaðamenn og gef þeim þannig vinnufrið. Ég yrði feginn ef menn fyrir ofan mig hjá félaginu gætu gert það sama fyrir mig. Ég er ekki að fara frá Chelsea og ef ég geri það í sumar megið þið öll kalla mig lygara," sagði Mourinho. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×