Enski boltinn

Leikmannasamtökin tilnefna leikmenn ársins

Cristiano Ronaldo hefur átt einstakt tímabil með Manchester United
Cristiano Ronaldo hefur átt einstakt tímabil með Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Nú er búið að tilnefna þá knattspyrnumenn sem koma til greina í valinu á knattspyrnumanni ársins hjá leikmannasamtökunum í ensku úrvalsdeildinni, en valið samanstendur af atkvæðum knattspyrnumannanna sjálfra. Cristiano Ronaldo og Didier Drogba þykja báðir líklegir til að hampa titlinum að þessu sinni.

Auk þeirra eru þeir Ryan Giggs, Paul Scholes, Steven Gerrard og Cesc Fabregas tilnefndir og þeir Wayne Rooney og Fabregas eru báðir tilnefndir þar og í flokki yngri leikmanns ársins. Þar fylla listann Aaron Lennon, Kevin Doyle og Micah Richards.

Leikmenn í ensku deildinni standa að valinu og verða niðurstöðurnar tilkynntar þann 22. apríl nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×