Enski boltinn

Hughes: Vorum fimm mínútum frá úrslitaleiknum

NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes, stjóri Blackburn, var mjög sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þó þeir hafi beðið í lægri hlut gegn Chelsea í undanúrslitaleik enska bikarsins. Hann sagði sína menn hafa verið hársbreidd frá því að ná í úrslitaleikinn.

"Strákarnir voru frábærir í dag, sérstaklega í síðari hálfleiknum, og ég held að framlengingin hafi komið á nokkuð óheppilegum tíma fyrir okkur - því ef venjulegur leiktími hefði staðið í fjórar til fimm mínútur í viðbót - hefðum við unnið. Þegar maður lítur á þetta þannig, er reyndar enn erfiðara að koma upp tómhentur eftir svona leik. Við fengum færi til að klára leikinn á síðustu mínútunum eins og til dæmis skallinn frá Morten Gamst - en slíkt gerir þetta í raun enn sárara," sagði Mark Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×