Enski boltinn

Carrick borubrattur í treyju númer 16

Michael Carrick hefur góða trú á sjálfum sér sem arftaka eins besta leikmanns í sögu Manchester United
Michael Carrick hefur góða trú á sjálfum sér sem arftaka eins besta leikmanns í sögu Manchester United

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Manchester United skortir greinilega ekki sjálfstraustið þessa dagana og segist njóta þeirrar áskorunar að spila í treyju númer 16 hjá liðinu. Goðsögnin Roy Keane lék með númer 16 þar á undan og Carrick er hvergi smeykur þó fólk ætli honum að taka við keflinu af Íranum grjótarða.

"Alex Ferguson kom til mín þegar ég kom til United og sagði mér að ég fengi treyju númer 16," sagði Carrick í samtali við The Sun. "Hann vissi vel að fólk var að spyrja hvort ég ætti að vera maðurinn til að fylla skarð Roy Keane og Ferguson sagði mér að það væri áskorunin sem ég þyrfti að taka - að fara út og sanna mig fyrir fólki.

Hann sagði mér að þessi áskorun myndi gera mér gott og ég veit að fólk var strax að tala um það að það kæmi í minn hlut að reyna að fylla skarð Keane. Ég er aðeins 25 ára gamall og veit að ég á eftir að bæta mig. Ég vissi að ef ég fengi smá tíma til að aðlagast liðinu, myndi ég ná að sanna mig," sagði Carrick.

Þá er bara að fara í verðlaunasafnið hjá Roy Keane og sjá hvað Carrick á langt í land með að standa við stóru orðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×