Enski boltinn

Manchester United í úrslit

Ronaldo fagnar marki sínu gegn Watford í dag.
Ronaldo fagnar marki sínu gegn Watford í dag. NordicPhotos/GettyImages

Manchester United komst í dag í úrslit ensku bikarkeppninnar með öruggum 4-1 sigri á Watford á Villa Park í dag. Wayne Rooney kom United yfir á 7. mínútu en Hameur Bouazza jafnaði fyrir Watford á 26. mínútu. Cristiano Ronaldo kom United yfir aðeins tveimur mínútum síðar og staðan 2-1 í hálfleik.

Wayne Rooney kom United í 3-1 á 66. mínútu og varamaðurinn Kieran Richardson gerðu út um leikinn á 82. mínútu. Sigur Manchester United var í raun aldrei í hættu, en leikmenn Watford spiluðu engu að síður einn sinn besta leik í vetur og eiga heiður skilinn fyrir frammistöðuna. Liðið er sem kunnugt er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist dæmt til að falla í fyrstu deild í vor. United varð fyrir nokkru áfalli í fyrri hálfleiknum þegar Rio Ferdinand þurfti að fara meiddur af velli og virtist vera meiddur á nára.

Blackburn og Chelsea mætast í síðari undanúrsitaleik keppninnar á morgun og verður leikurinn að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×