Enski boltinn

Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Bolton

Anelka skoraði gegn sínum gömlu félögum í Arsenal
Anelka skoraði gegn sínum gömlu félögum í Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Arsenal og Bolton er jöfn 1-1 þar sem Rosicky og Anelka skoruðu mörkin. Reading hefur yfir 1-0 gegn Fulham þar sem Brynjar Björn Gunnarsson eru í byrjunarliði Reading og Heiðar Helguson hjá Fulham. Það var Stephen Hunt sem skoraði mark Reading.

Staðan er jöfn 1-1 hjá Middlesbrough og Aston Villa og Sheffield United hefur yfir 1-0 gegn West Ham í botnslagnum. Portsmouth hefur yfir 1-0 gegn Newcastle en ekkert mark er komið í Manchester þar sem City tekur á móti Liverpool. Hægt er að fylgjast með gangi mála í beinni á Boltavaktinni hér á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×