Erlent

Ausandi rigning á Spáni yfir páskana

Þúsundir Íslendinga sem hugðust verja páskaleyfinu í sól og sumaryl á Spáni hafa í staðinn orðið að hírast innandyra í ausandi rigningu. Óvenjumikil úrkoma hefur verið við Miðjarðarhafið undanfarnar vikur.

Páskarnir eru fyrir löngu orðnir einn mesti ferðatími ársins en straumurinn til útlanda hefur þó sjaldan verið meiri en þetta árið. Þannig er talið að þúsundir Íslendinga hafi dvalið í strandbæjum Spánar undanfarnar vikur, ýmist í eigin húsum eða á hótelum. Í aprílbyrjun er yfirleitt komið hið besta veður á þessum slóðum sem sólþyrstir Íslendingar sækja að vonum í eftir drungalega vetrarmánuðina. Því var hins vegar ekki að heilsa þetta árið.

Vonbrigðin eru að vonum mikil bæði á meðal sjálfra ferðamannanna og þeirra sem veita þeim þjónustu. Varla var sála á ferli þegar Sigurður fór til Benidorm um helgina, á slóðir þar sem yfirleitt er ekki þverfótað fyrir fólki.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi umhleyptingum á austurströnd Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×