Mega svipta prest kjól og kalli 9. apríl 2007 18:58 Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum
Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira