Mikil fákeppni á íslenskum farsímamarkaði 3. apríl 2007 19:04 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið. Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir heimild, tvö svissnesk og tvö íslensk. Svissnesku símafyrirtækin Amitelo og Bebbicell áttu bestu tilboðin. Þau buðu mestu útbreiðsluna á sem skemmstum tíma. Amitelo bauð 95 % útbreiðslu á landinu eftir þrjú ár og Bebbicell tæplega 94% útbreiðslu eftir þrjú ár. Þetta er aðeins minni útbreiðsla en Síminn og Vodafone en þeirra símkerfi eru með 98 % útbreiðslu á landinu. Íslensku fyrirtækin sem sóttu einnig um voru IP-fjarskipti og Núll níu Mobile. Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir markmiðið með útboðinu að herða samkeppni á farsímamarkaði hér á landi. Hann segir að í samnorrænni skýrslu hafi komið fram að farsímanotkun væri að aukast hér á landi en annars staðar og verðin hækka að sama skapi. Verðsamkeppni hér á landi sé ekki í samræmi við það sem sjáist víða erlendis. Fái svissnesku símafyrirtækin tíðniheimildirnar þurfa þau að setja upp sendistöðvar á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. Hrafnkell segir kostnaðinn við það geta hlaupið á hundruðum milljóna króna. Útbreiðslan sem fyrirtækin bjóði skipti mestu máli við mat umsækjenda. Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið. Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir heimild, tvö svissnesk og tvö íslensk. Svissnesku símafyrirtækin Amitelo og Bebbicell áttu bestu tilboðin. Þau buðu mestu útbreiðsluna á sem skemmstum tíma. Amitelo bauð 95 % útbreiðslu á landinu eftir þrjú ár og Bebbicell tæplega 94% útbreiðslu eftir þrjú ár. Þetta er aðeins minni útbreiðsla en Síminn og Vodafone en þeirra símkerfi eru með 98 % útbreiðslu á landinu. Íslensku fyrirtækin sem sóttu einnig um voru IP-fjarskipti og Núll níu Mobile. Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir markmiðið með útboðinu að herða samkeppni á farsímamarkaði hér á landi. Hann segir að í samnorrænni skýrslu hafi komið fram að farsímanotkun væri að aukast hér á landi en annars staðar og verðin hækka að sama skapi. Verðsamkeppni hér á landi sé ekki í samræmi við það sem sjáist víða erlendis. Fái svissnesku símafyrirtækin tíðniheimildirnar þurfa þau að setja upp sendistöðvar á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. Hrafnkell segir kostnaðinn við það geta hlaupið á hundruðum milljóna króna. Útbreiðslan sem fyrirtækin bjóði skipti mestu máli við mat umsækjenda.
Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira