Erlent

Vilja 15 milljarða króna lán til að takast á við vanda DR

MYND/Pjetur

Forrráðamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, hafa óskað eftir því við danska þingið að fá ríkisábyrgð fyrir láni upp á um 15 milljarða íslenskra króna sem ætlað er til að takast á við versnandi afkomu stofnunarinnar.

Menningarmálaráðherra Dana, Brian Mikkelsen, hefur samkvæmt Jótlandspóstinum tekið jákvætt í bónina en Louise Frevert, talsmanni Danska þjóðarflokksins, sem á aðild að ríkisstjórninni, líst ekki á hugmyndina.

Fjárhagsvandræði danska ríkisútvarpsins urðu ljós í febrúar þegar fram kom að framkvæmdir vegna nýrra höfuðstöðva á Amager myndu fara hátt í 20 milljörðum íslenskra króna fram úr áætlun. Hefur stofnunin nú þegar boðað uppsagnir til þess að reyna að draga úr halla sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×