Erlent

Tugþúsundir hafa flúið Mogadishu

Róstusamt hefur verið í höfuðborg Sómalíu að undanförnu.
Róstusamt hefur verið í höfuðborg Sómalíu að undanförnu. MYND/AP

Fimm daga átakahrina í Mogadishu í Sómalíu er í rénun en talið er að hundruð manna, bæði uppreisnarmenn og borgarar, hafi fallið í bardögunum. Að mati starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í landinu hafa 47.000 manns flúið borgina undanfarna tíu daga vegna átakanna þar. Alls hafa því um hundrað þúsund íbúar hennar lagt á flótta síðan í febrúar þegar átök blossuðu upp á ný á milli íslamista og hersveita ríkisstjórna Sómalíu og Eþíópíu. Boðað hefur verið til sáttafundar eftir hálfan mánuð en litlar vonir eru bundnar við að þar með verði endi bundinn á ofbeldið í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×