Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað 2. apríl 2007 12:45 Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. Tíu dagar eru frá því að sjóliðarnir fimmtán voru teknir fastir í Shatt al-Arab ósnum vegna meintra landhelgisbrota og enn heldur deilan áfram að flækjast. Í gærkvöld birti íranska ríkissjónvarpið myndir af tveimur þeirra þar sem þeir viðurkenndu að hafa verið í siglingu í íranskri lögsögu og bentu á kort því til staðfestingar. Í morgun greindu svo þarlendir fjölmiðlar frá því að allir sjóliðarnir fimmtán hefðu játað landhelgisbrotin. Myndbandsupptökur væru til af játningunum en af tillitssemi við bresku ríkisstjórnina yrðu þær ekki sýndar í sjónvarpi. Engu að síður birtust nýjar myndir af sjóliðunum nú skömmu fyrir fréttir, þó án hljóðs. Deila ríkjanna er á viðkvæmu stigi enda hafa skeytin gengið á milli ríkjanna á víxl. Ahmadinejad Íransforseti sakaði Breta um eigingirni og hroka um helgina á meðan Bush Bandaríkjaforseti sagði framkomu Írana í garð "gíslanna" - eins og hann kallaði sjóliðana - óafsakanlega. Ljós í myrkrinu eru þó ummæli Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands í gær um að ríkin tvö ættu í beinum viðræðum um lausn málsins. Erlent Fréttir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. Tíu dagar eru frá því að sjóliðarnir fimmtán voru teknir fastir í Shatt al-Arab ósnum vegna meintra landhelgisbrota og enn heldur deilan áfram að flækjast. Í gærkvöld birti íranska ríkissjónvarpið myndir af tveimur þeirra þar sem þeir viðurkenndu að hafa verið í siglingu í íranskri lögsögu og bentu á kort því til staðfestingar. Í morgun greindu svo þarlendir fjölmiðlar frá því að allir sjóliðarnir fimmtán hefðu játað landhelgisbrotin. Myndbandsupptökur væru til af játningunum en af tillitssemi við bresku ríkisstjórnina yrðu þær ekki sýndar í sjónvarpi. Engu að síður birtust nýjar myndir af sjóliðunum nú skömmu fyrir fréttir, þó án hljóðs. Deila ríkjanna er á viðkvæmu stigi enda hafa skeytin gengið á milli ríkjanna á víxl. Ahmadinejad Íransforseti sakaði Breta um eigingirni og hroka um helgina á meðan Bush Bandaríkjaforseti sagði framkomu Írana í garð "gíslanna" - eins og hann kallaði sjóliðana - óafsakanlega. Ljós í myrkrinu eru þó ummæli Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands í gær um að ríkin tvö ættu í beinum viðræðum um lausn málsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent