Enski boltinn

Beckham þakkaði fyrir sig á Old Trafford

David Beckham sagði formlega bless við stuðningsmenn United í gær - næstum fjórum árum eftir að hann fór frá félaginu
David Beckham sagði formlega bless við stuðningsmenn United í gær - næstum fjórum árum eftir að hann fór frá félaginu AFP

David Beckham gat ekki spilaði í hátíðarleiknum sem háður var á Old Trafford í gærkvöldi, en hann kom óvænt fram á völlinn í hálfleik og hélt ræðu þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn í gegn um árin. Hann sagði tíma sinn hjá United hafa verið þann besta í lífi sínu.

"Það var leiðinlegt að ná ekki að spila einu sinni enn á Old Trafford þar sem allir stuðningsmennirnir voru stuðningsmenn Manchester United, en það er gaman að fá að koma hingað og kveðja - og þakka fyrir," sagði Beckham og þakkaði ekki síst fyrir stuðninginn sem hann fékk eftir að hann var rekinn af velli á HM árið 1998 og féll í ónáð hjá stórum hluta ensku þjóðarinnar fyrir vikið.

"Ég hefði ekki komist í gegn um þennan erfiða tíma nema með stuðningi fólksins á þessum velli. Árin mín hérna voru þau bestu á ferli mínum og lið Manchester United á eftir að halda áfram að vinna titla - enda með besta knattspyrnustjóra í heiminum við stjórnvölinn," sagði Beckham og batt þar með formlegan endi á deilur sínar við Sir Alex Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×