Erlent

Öll ljós slökkt í Sidney

Getty Images
Íbúar í Sidney í Ástralíu slökktu öll ljós í borginni í gærkvöldi í heilan klukkutíma. Þetta var gert til að vekja athygli á hlýnun loftslags. Fræg kennileiti á borð við óperuhúsið sáust ekki sökum myrkursins. Yfirvöld í Sidney vonast til þess að viðburðurinn veki heimsathygli á þeim vanda sem steðjar að mannkyni sökum hlýnun loftslags. Um fjórar milljónir manna búa í Sidney og langflestir tóku þátt í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×