Erlent

Enn hart barist í Mogadishu

Getty Images

Enn er hart barist í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Bardagar brutust út í morgun, þriðja daginn í röð á milli stjórnarhersins sem nýtur fulltingi eþíópískra hermanna og uppreisnarmanna. Eþíópíumenn segjast hafa skotið 200 uppreisnarmenn til bana síðustu þrjá daga.

Hjálparstarfsmenn Rauða krossins segja bardagana þá verstu í hálfan annan áratug í landinu, en þá var Said Barre einræðisherra steypt af stóli. Minnst 40 þúsund íbúar Mogadishu hafa yfirgefið heimili sín síðustu tvo mánuði vegna átakanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×