Enski boltinn

Terry segir McLaren hafa verið brjálaðan

John Terry og félagar mæta Andorra á miðvikudaginn og verða að fara með sigur af hólmi.
John Terry og félagar mæta Andorra á miðvikudaginn og verða að fara með sigur af hólmi. MYND/Getty

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur greint frá því að þjálfarinn Steve McLaren hafði verið æfur út í leikmenn liðsins eftir markalausa jafnteflið gegn Ísrael í gær. Terry kveðst ánægður með hárblástur McLaren og segir leikmann hafa átt skammarræðuna skilið.

"Þjálfarinn lét okkur heyra það og hann hafði fullan rétt á því," sagði Terry og bætti við stemningin í klefanum eftir leikinn hafi verið líkt og enska liðið hefði tapað leiknum. "Ég ætla ekki að fara nákvæmlega út í hvað fór þar fram en við ræddum okkar frammistöðu og vitum hvað við þurfum að laga," bætti Terry við.

Aðpurður um markaþurrð enska liðsins sagði Terry að það væri aðeins tímaspursmál hvenær skotin færu að rata inn fyrir marklínuna. Enska liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum. "Fyrr en síðar munu mörkin koma. Við erum að gera fína hluti en það eina sem er að klikka er nýtingin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×