Erlent

Chirac lýsir yfir stuðningi við Sarkozy

Jacques Chirac
Jacques Chirac AP

Jacques Chirac, forseti Frakklands lýsti í dag yfir stuðningi við Nocolas Sarkozy, frambjóðanda hægrimanna fyrir forsetakosningarnar í vor. Þeir hafa ekki verið miklir vinir til þessa en talið er að stuðningsyfirlýsing Chirac muni hjálpa Sarkozy mikið í baráttunni. Þá sagði Chirac að Sarkozy mun láta af starfi innanríkisráðherra eftir helgi og muni þaðan af helga sig kosningabaráttunni. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram 22. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×