Erlent

Bíræfnir súkkulaðieggjaþjófar

Ætla má að súkkulaðiþjófarnir fái í magann ef þeir éta öll eggin sjálfir
Ætla má að súkkulaðiþjófarnir fái í magann ef þeir éta öll eggin sjálfir Getty Images
Vörubíl fullum af Cadbury súkkulaðieggjum var stolið í Stafford-skíri í Englandi í dag. Eggin eru 70 þúsund punda virði. Þrír þjófar nörruðu bílstjóra vörubílsins til að stöðva við hraðbraut og til að stíga út úr bílnum með því að segja honum að vörur væru að detta úr bílnum. Þegar hann stökk út til að athuga málið stukku þjófarnir aftur inn í vörubílinn og brunuðu í burtu. Súkkulaðieggjaþjófarnir eru enn ófundnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×