Enski boltinn

Paul Robinson: Þetta var heppni

Leikmenn Tottenham fagna Paul Robinson eftir markið ótrúlega
Leikmenn Tottenham fagna Paul Robinson eftir markið ótrúlega NordicPhotos/GettyImages

Paul Robinson, markvörður Tottenham, viðurkenndi að hann hefði haft heppnina með sér í dag þegar hann skoraði mark af um 80 metra færi gegn Watford. Markið skoraði hann gegn félaga sínum í enska landsliðinu, Ben Foster.

"Þetta var auðvitað dálítil heppni, því varnarmaðurinn truflaði Foster þegar boltinn kom fljúgandi og því missti hann skotið yfir sig. Ég þurfti nú að minna félaga mína á að þetta var ekki fyrsta markið sem ég skora á ferlinum - þó þetta hafi verið fyrsta markið sem ég skora í úrvalsdeildinni," sagði Robinson, sem áður hafði skorað með skalla í 1. deildinni.

"Ég á nú ekki von á því að Petr Cech verði neitt sérstaklega hræddur þegar ég tek aukaspyrnurnar á mánudaginn," bætti Robinson við þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að reyna að endurtaka leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×