Erlent

Tíu ára stúlka í Egyptalandi greinist með fuglaflensu

MYND/AP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá því í dag að tíu ára stúlka hefði greinst með fuglaflensu í Egyptalandi, en hún er 25. manneksjan þar í landi sem greinist með sjúkdóminn. Haft er eftir egypskum fjölmiðlum að komið hafi verið með stúlkuna á sjúkahús í gær þar sem hún þjáðist af hita og verkjum í vöðvum.

Rannsókn hafi leitt í ljós að hún var með H5N1-veiru fuglaflensunnar en að hún hafi fengið lyfið Tamiflu og líðan hennar væri nú stöðug. Fjölskylda stúlkunnar verður einnig send í rannsókn til þess að ganga úr skugga um að fleiri hafi ekki smitast af veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×