Enski boltinn

Eigendur Liverpool vilja stækka Stanley Park

Frá Anfield, heimavelli Liverpool
Frá Anfield, heimavelli Liverpool NordicPhotos/GettyImages

Tom Hicks og George Gillett, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, hafa stöðvað undirbúningsvinnu vegna Stanley Park vallarins sem ætlað er að verða nýr heimavöllur Liverpool árið 2009. Völlurinn átti að taka 60.000 manns í sæti, en Bandaríkjamennirnir vilja nú kanna möguleika á að hafa hann enn stærri.

Talið er að mannvirkið á Stanley Park muni kosta félagið um 215 milljónir punda, en vel má vera að sú upphæð eigi eftir að hækka verulega ef áætlanir þeirra Hicks og Gillett ná fram að ganga. Ekki hefur verið uppgefið hvort þessi tíðindi munu fresta byggingu nýja vallarins, en Bandaríkjamennirnir hafa eins og áður sagði krafist þess að undirbúningsvinna verði sett í salt í bili svo þeir geti kynnt sér málið betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×