Enski boltinn

Alan Smith: Ég fer hvergi

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Alan Smith hjá Manchester United segist alls ekki ætla að fara frá félaginu sem lánsmaður og er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á ný eftir erfið meiðsli.

"Ég fer ekki fet - svo einfalt er það," sagði Smith í samtali við Sky. "Mikið hefur verið skrifað um að ég fari á lánssamning, en svo verður ekki. Ég er nógu góður leikmaður til að spila fyrir þetta lið, ég hef alltaf trúað því og það var þess vegna sem ég skrifaði undir samning við félagið. Ég hef lagt harðar að mér en nokkru sinni til að komast aftur í form og næsta takmark er að vinna mér sæti í liðinu," sagði Smith og bætti við að næsta takmark sitt væri að vinna sér sæti í landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×