Erlent

Kosið um þjóðstjórn á laugardag

Abbas forseti ásamt konungi Sáda við upphaf Mekka-fundarins
Abbas forseti ásamt konungi Sáda við upphaf Mekka-fundarins AP

Kosið verður um hvort þjóðstjórn Palestínumanna nýtur trausts í þinginu nú á laugardag. Þetta samþykktu þeir Mahmoud Abbas forseti og Ismail Haniyeh forsætisráðherra í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildamönnum sínum. Fatah- og Hamas hreyfingarnar samþykktu á fundi í Mekka fyrir um mánuði síðan að mynda þjóðstjórn Palestínumanna til að binda endi á skærur á milli stuðningsmanna fylkinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×