Erlent

El Baradei segir viðræður hafa tekist vel

AP

Mohammad El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir Norður-Kóreumenn staðfasta í áætlunum sínum um að láta af allri notkun kjarnorku. El Baradei er nýkominn til Peking í Kína þar sem hann vitnar um árangur af fundum sínum með yfirvöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.

Hann sagðist vonast til þess að brátt gætu kjarnorkueftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna snúið aftur til Norður-Kóreu en það er talið lykilinn að árangri. Hann segir þó að stjórnvöld vilji að vesturveldin aflétti fyrst öllum viðskiptaþvingunum. Fyrir rétt um mánuði síðan samþykktu Norður-Kóreumenn að láta af allri notkun kjarnorku í skiptum fyrir efnahagsaðstoð í viðræðum sex ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Kína, Japan, Rússlands og Bandaríkjanna. Christopher Hill aðalsamningamaður Bandaríkjanna í málinu staðhæfði að málið yrði leyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×