Enski boltinn

Terry hunsar tilmæli lækna

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að harðjaxlinn John Terry sé svo ólmur í að snúa aftur með liði sínu Chelsea að hann hafi hunsað öll fyrirmæli lækna á æfingu í gær. Terry steinrotaðist í leik Arsenal og Chelsea í bikarnum í síðasta mánuði eftir að hann fékk spark í höfuðið.

Heimildir Sun herma að þó læknar hafi gefið fyrirliðanum grænt ljós á að taka þátt í æfingum, hafi honum verið ráðlagt að reyna að forðast skallaeinvígi eftir höfuðhöggið. Ekki var að sjá að Terry hefði áhyggjur af því á æfingunni, því þar hafi hann skorað tvö lagleg mörk með hörkuskalla.

"Félögum hans í liðinu brá nokkuð þegar hann fór að skalla af hörku, en eftir smá stund voru þeir allir farnir að hlæja. Það er greinilegt að John er kominn með sjálfstraustið á ný og það eru góð tíðindi fyrir liðið," sagði heimildarmaður blaðsins. Chelsea mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×