Enski boltinn

Henry: Ég fer aldrei frá Arsenal

Henry ætlar aldrei að fara frá Arsenal
Henry ætlar aldrei að fara frá Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Thierry Henry segist ákveðinn í að ljúka ferlinum hjá Arsenal þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað í blöðum undanfarna mánuði. Henry verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni vegna meiðsla, en hann segist aldrei ætla að fara frá félaginu.

"Fólk hér á Englandi og heima í Frakklandi hefur talað mikið um það að ég sé á leið frá Arsenal, en ég hef í hyggju að ljúka ferlinum hérna. Ég vil alls ekki fara frá Arsenal og hef aldrei látið mér detta í huga að fara annað. Ég elska félagið og stuðningsmennina og er í alla staði sáttur við störf knattspyrnustjórans," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×