Enski boltinn

Vörn Tottenham orðin götótt

NordicPhotos/GettyImages

Miðvörðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham getur ekki spilað með liðinu næstu sex vikurnar eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í leiknum gegn Chelsea um helgina.

Fyrirliðinn Ledley King verður ekkert með á næstu vikum vegna meiðsla og Portúgalinn Richardo Rocha má ekki spila með liðinu í Evrópukeppninni. Michael Dawson er því eini miðvörður liðsins sem er löglegur í öllum keppnum.

Það kemur væntanlega í hlut þeirra Paul Stalteri, Pascal Chimbonda eða Tom Huddlestone að fylla skörðin í miðri vörninni, en Stalteri og Chimbonda eru bakverðir og Huddlestone er varnartengiliður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×