Enski boltinn

Framtíðin óljós hjá Makelele

NordicPhotos/GettyImages

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framtíð miðjumannsins Claude Makelele hjá Chelsea sé nú óráðin eftir að forráðamenn Chelsea neituðu að framlengja núverandi samning hans um tvö ár. Samningur hins 34 ára gamla varnartengiliðs rennur út á næsta ári, en sagt er að hann vilji tvö ár í viðbót en Chelsea sé aðeins tilbúið að framlengja um eitt ár.

Makelele hefur verið kjölfestan á miðjunni hjá liðinu undanfarin ár, en helsti keppinautur hans Michael Essien skrifaði nýlega undir fimm ára samning við félagið. Makelele hefur lýst því yfir að hann vilji klára ferilinn hjá Chelsea, en svo gæti farið að hann leitaði á önnur mið ef hann fær ekki lengri samning á borðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×