Erlent

Pútín heimsækir páfa

Getty Images

Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom í dag í opinbera heimsókn til Vatíkansins og verður þetta í fyrsa sinn sem forsetinn hittir Benedikt sextánda páfa. Þá áætlar Pútín einnig að hitta Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu í heimsókn sinni. Pútín og páfi munu ræða bætt samskipti á milli Vatíkansins og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en saga deilna á milli þessara kirkna er aldalöng. Foveri Benedikts í páfastóli Jóhannes Páll páfi annar ætlaði sér að heimsækja Rússland eftir fall Sovíetríkjanna í þeim tilgangi að græða samskipti Vatíkans og rétttrúnaðarkirkjunnar en honum entist ekki aldur og heilsa til. Þá mun Pútín ræða orkumál við Prodi forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×