Erlent

Sendiherra Ísraels gripinn ölvaður í BDSM-klæðnaði á götu í San Salvador

Ísraelsk yfirvöld hafa kallað sendirherra sinn í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador heim eftir að hann fannst í ölvímu í búningi sem iðkendur samdómaskisma klæðast oft í kynlífsathöfnum.

Það var lögreglan í San Salvador, höfuðborg El Salvador, sem hirti sendiherrann upp af götunni og viðurkenndi hann strax að hann væri sendiherra Ísraels í landinu. Það var ísraelska götublaðið Maariv sem greindi fyrst frá þessu og hafa ísraelsk yfirvöld staðfest fréttina.

Í samtali við AFP-fréttastofuna viðurkenndi talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins að það hefði aldrei gerst áður að sendiherra Ísraelsríkis hafi orðið uppvís að ósiðsamlegri hegðun á götu úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×