Íslenski boltinn

FH og Breiðablik á toppnum

Mynd/Úr safni

Breiðablik er í fyrsta sæti sínum riðli Lengjubikarsins í knattspyrnu eftir sigur á Þrótti 4-1 í gær.

Breiðablik hefur unnið alla 3 leiki sína og er með 9 stig. Fram og KR eru með 6 stig en liðin hafa sigrað í báðum sínum leikjum. Keflavík er einnig með 6 stig en eftir 3 leiki.

Í hinum riðlinum eru Íslandsmeistarar FH í fyrsta sæti en þeir hafa unnið alla 4 leikina og eru með 12 stig. HK er í 2. sæti með 10 stig og Valur í 3. sæti með 9. KA og Grindavík gerðu 2-2 jafntefli í gær og ekkert mark var skorað í leik HK og Fylkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×