Erlent

Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton

Newt Gingrich.
Newt Gingrich.

Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum.

Þótt Gingrich viðurkenni framhjáhald sitt telur hann ólíku saman að jafna. Hann segir að þótt hann vildi ekki dæma Clinton persónulega, hefði honum sem einum af leiðtogum þjóðarinnar borið skylda til að halda uppi lögum og reglu, gangvart forseta sem hefði brotið af sér fyrir framan alríkisdómara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×